,,Já, það fer ekki á milli mála að það vaknar allt á vorin, sem lífsanda dregur. Ekki síst þegar vor- og sumarkoman er jafn mild og mjúkhent eins og við höfum átt að fagna hér á Suðurlandi að þessu sinni.“ Þannig komst Guðbjartur Ólason skólastjóri Vallaskóla að orði við upphaf útskriftar nemenda í 10. bekk, að viðstöddum fjölskyldum og vinum þeirra, föstudaginn 6. júní sl. Áður hafði hann vitnað í ljóð Hannesar Péturssonar, Söngvar til jarðarinnar. Frelsandi blæbrigði vorsins svifu yfir vötnum í íþróttasalnum. Árgangur 1998 var að kveðja skólann. Tólfta starfsári Vallaskóla að ljúka.
Eins og Guðbjartur vék að í ræðu sinni þá var skólastarfið í Vallaskóla með hefðbundnum hætti í vetur hjá 529 nemendum, enda þótt hvert ár beri að vísu ætíð sitt sérstaka svipmót. Fimmtudaginn 5. júní voru skólaslit í 1.-9. bekk, allt gert með formlegri dagskrá í íþróttasal skólans, og ánægjulegt var að sjá börnin koma í fylgd foreldra sinna í vorblíðunni. Sumarfríið er framundan hjá þeim þangað til að nýtt skólaár hefst í ágúst.
En útskriftarnemendurnir hlýddu áfram á skólastjórann sinn, sem lagði áherslu á að við lok grunnskólans kveðja menn það skeið ævinnar þar sem m.a. þau vináttutengsl hafa myndast, sem oft og tíðum endast til æviloka. Fyrir hönd starfsfólks Vallaskóla þakkaði Guðbjartur nemendum í 10. RS, 10. SAG og 10. SHJ fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum og óskaði þeim velfarnaðar og blessunar í framtíðinni.
Alls 65 nemendur útskrifast nú úr Vallaskóla. Tíu nemendur í þessum hópi luku grunnskólagöngu sinni um seinustu áramót og hófu þá nám á framhaldsskólastigi við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Kveðjur til starfsmanna
Á útskriftarhátíðinni voru nokkrir starfsmenn kvaddir og heiðraðir að loknum löngum og gifturíkum starfsferli í Vallaskóla.
Fyrst ber að nefna Jónu Hannesdóttur grunnskólakennara. Hún gengdi stöðu umsjónarkennara við Vallaskóla í 11 ár, þar af gegndi hún stöðu deildarstjóra yngri deildar árið 2011-2012. Nú síðast annaðist hún sérkennslu við skólann. Áður hafði Jóna starfað við Sólvallaskóla, Sandvíkurskóla og þar áður Barnaskóla Selfoss um langt árabil.
Guðný Ingvarsdóttir hefur að mestu starfað sem textílkennari við Vallaskóla. Guðný hafði þá áður starfað sem umsjónar- og textílkennari við Sólvallaskóla og Gagnfræðaskólann á Selfossi.
Eydís Katla Guðmundsdóttir starfaði um árabil við Sandvíkurskóla áður en hún varð kennari í Vallaskóla. Fyrri hluta starfstímabils síns vann Eydís sem umsjónarkennari, þar af eitt ár sem deildarstjóri yngsta stigs, en seinni árin sem náms- og starfsráðgjafi. Eydís hefur nú fært sig um set og starfar hjá Fræðsluneti Suðurlands.
Ásdís Ingvarsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari gengdi starfi umsjónar- og íþróttakennara allan starfstíma Vallaskóla. Hverfur hún nú til starfa við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Helga R. Einarsdóttir hefur starfað lengi í skólahúsinu á Sólvöllum eða allan starfstíma Sólvallaskóla og Vallaskóla. Helga státar af lengsum starfsaldri á meðal stuðningsfulltrúa í Vallaskóla og hefur með sanni verið í forystu þess hluta starfsliðs skólans.
Hjördís Traustadóttir matráður hverfur til annarra starfa en hún veitti mötuneyti Vallaskóla forystu allt frá stofnun skólans. Til að varpa ljósi á umfang þess starfs sem hún tók við í upphafi þá var nemendafjöldi við Vallaskóla á tíunda hundrað og því í nægu að snúast við að metta marga munna. Þá var Vallaskóli einn stærsti grunnskóli landsins.
Guðrún Guðmundsdóttir hefur starfað allan starfstíma Vallaskóla en einnig síðustu sex starfsár Sólvallaskóla. Guðrún starfaði í mötuneyti skólans og nú síðast hafði hún umsjón með kaffistofu starfsmanna.
Að síðustu kveðjum við Glúm Gylfason fyrrum organista og tónmenntafrömuð. Glúmur hefur kennt yngstu nemendum Vallaskóla tónmennt frá stofnun hans og komið að tónuppeldi Selfossbúa um árabil.
[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]
Kveðjur til nemenda
Stjórnun dagskrár útskriftarinnar var sem fyrr í höndum Einars Guðmundssonar aðstoðarskólastjóra. Eftir setningu og ávarp fluttu yngri nemendur upplestrar- og tónlistarkveðju. Þau Haukur Páll Hallgrímsson og Hekla Rún Harðardóttir í 7. bekk fluttu ljóð og Karítas Birna Eyþórsdóttir, nemandi í 9. bekk, lék lagið Gavotte (eftir Bach) á fiðlu við undirleik Roberts Darlings frá Tónlistarskóla Árnesinga.
Sigurður Halldór Jesson umsjónarkennari og formaður Kennarafélags Suðurlands færði nemendum kveðju kennara í skemmtilegri ræðu og Theodóra Guðnadóttir, formaður Nemendafélags Vallaskóla (NEVA), færði starfsmönnum skólans þakkir og kveðju í ræðu sinni fyrir hönd útskriftarnema og nemendafélagsins. Í lok útskriftar greindi Einar Guðmundsson frá því að Ferðanefnd foreldra nemenda í 10. bekk, ásamt nemendunum sjálfum, hefðu styrkt Birtu – Landssamtök foreldra/forráðamanna barna og ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust. Fjárframlagið var 31 þúsund krónur.
[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]
Eftir útskrift og afhendingu viðurkenninga var tekin hópmynd af útskriftarhópnum og því næst var boðið í kaffi. Veitingarnar voru að venju glæsilegar en kaffisamsætið var í boði foreldra útskriftarnema í samstarfi við mötuneyti Vallaskóla. Ferðanefnd foreldra nemenda í 10. bekk bauð að þessu sinni upp á tvær glæsilegar hátíðartertur. Og eins og hefðin segir til um þá aðstoða sjálfboðaliðar úr 9. bekk við framreiðslu veitinga.
Starfsfólk Vallaskóla óskar öllum útskriftarnemendum, foreldrum og forráðamönnum þeirra, innilega til hamingju með áfangann og alls hins besta í framtíðinni!
Viðurkenningar
Það var myndarlegur hópurinn sem hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur á grunnskólaprófi við lok 10. bekkjar, en nemendurnir eru eftirtaldir:
Aron Óli Lúðvíksson
Álfrún Björt Agnarsdóttir
Haraldur Gíslason
Þórdís Eva Harðardóttir
Ísak Þór Björgvinsson
Eysteinn Máni Oddsson
Helgi Idder Boutarhroucht
Sunna Ríkey Ríkharðsdóttir
Rannveig Harpa Jónþórsdóttir
Þorvaldur Júlíusson
Esther Ingvarsdóttir
Írena Birta Gísladóttir
Þorgerður Helgadóttir
Sólveig Margrét Diðriksdóttir
Kári Valgeirsson
Viðurkenning fyrir mjög góðan heildarárangur á grunnskólaprófi kom í hlut Arons Óla Lúðvíkssonar.
[/fusion_builder_column][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]
Að auki fékk lið Vallaskóla í Skólahreysti sérstaka viðurkenningu fyrir góðan árangur í úrslitakeppninni. Í því liði voru fimm nemendur úr 10. bekk og einn úr 9. bekk: Konráð Oddgeir Jóhannsson, Teitur Örn Einarsson, Rannveig Harpa Jónþórsdóttir, Eysteinn Máni Oddsson, Eydís Birgisdóttir og Þórunn Ösp Jónasdóttir (úr 9. bekk).
Vic Commodore
Um leið og Guðbjartur skólastjóri þakkaði starfsfólki, nemendum og foreldrum fyrir samstarfið í vetur þá er ekki úr vegi að enda hér á skemmtilegum lokaorðum hans, hugleiðingum og heilræðum til nemenda: ,,Nú taka framhaldsskólaárin við hjá ykkur með ógrynni af þroskandi viðfangsefnum. En hratt flýgur stund og fæst okkar hafa möguleika á að innbyrða eða fylgjast með hraðanum í allri þeirri tækniþróun sem áhrif hefur á líf okkar.
Mér verður í því sambandi hugsað til þess, að þegar ég fermdist hér á Selfossi 1983, þá fékk ég mjög veglega fermingargjöf, sem vitaskuld átti hug minn allan, tölvu af nýjustu gerð – Vic Commodor – með vinnsluminni upp á 1 kílóbæt – hugsið ykkur – heilt kílóbæt!
Mig grunaði ekki þá, hve þetta töfratæki mitt yrði fljótt hlálegt og úrelt miðað við allan ógnarhraðann í þeirri tækniþróun sem síðar varð á öllum þessum sviðum. Því síður grunaði mig áhrifin, sem hin hraðfleyga tölvuvæðing og farsímavæðing hefur haft á líf okkar allra.
En hver eru þessi miklu áhrif sem þessi hraða tækniþróun hefur á allt líf nútímamannsins? Það er fyrst og fremst hin stöðuga og harða krafa um símenntun. Menn eru ekki fyrr útskrifaðir úr einhverju námi ellegar starfi en að þeir verða nánast samtímis að leita allra leiða til að fylgjast með og halda sér við. Og þarna gildir einu hvort um er að ræða framhaldsskólastig, háskólanám eða annað nám á einhverju sérsviði. Hinn gamli íslenski málsháttur – svo lengi lærir sem lifir – hefur fengið nýja og dýpri merkingu.
Þetta bið ég ykkur, ágætu nemendur að festa ykkur vel í minni er þið nú kveðjið grunnskólann ykkar, Vallaskóla og gangið út í sumarið.“ Að því sögðu hringdi Guðbjartur gömlu koparbjöllunni úr Sandvík til merkis um að skólaárið væri á enda runnið.
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]