Nú er tíunda starfsári Vallaskóla að ljúka og 8. júní sl. voru nemendur í þremur bekkjardeildum útskrifaðir, alls 61 nemandi. Þann 6. júní voru skólaslit í 1.-9. bekk.Skólaslit í 10. bekk fóru fram föstudaginn 8. júní kl. 18.00 í íþróttasal Vallaskóla að Sólvöllum. Þetta er mikil hátíðarstund. Nemendur og gestir voru mættir í sínu fínasta pússi. Einnig voru mættir til útskriftar sex nemendur í 10. bekk sem útskrifuðust um áramótin sl., þær Andrea Sól Marteinsdóttir, Bryndís Arna Þórarinsdóttir, Eva Björk Birgisdóttir, Ólöf Eir Hoffritz, Ragnheiður I. Sigurgeirsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir.
Einar Guðmundssonaðstoðarskólastjóri setti hátíðina og því næst flutti Guðbjartur Ólasonskólastjóri ávarp.
Kveðjur til starfsmanna
Í ár voru sex starfsmenn kvaddir við starfslok og fengu þeir sérstaka viðurkenningu í lok starfsferils síns við skólann. Það eru þærMaría Hauksdóttir stuðningsfulltrúi, Brynhildur Valdórsdóttir stuðningsfulltrúi, Hanna Lárusdóttir stuðningsfulltrúi, Helga Ásta Jónsdóttir skólaliði, Sólveig R. Kristinsdóttir námsráðgjafi og Steingerður Jónsdóttir ritari.
Allar hafa þær starfað lengi við skólann við góðan orðstír. Steingerður hefurverið þeirra lengst en hún hóf störf við Gagnfræðaskólann á Selfossi árið 1985, þá við Sólvallaskóla og svo Vallaskóla. Staðsetning ritarans hefur engu að síður alltaf verið á sama stað þó svo nafn skólans hafi breyst í áranna rás. Það geta allir verið sammála um það að Steingerður hefur verið sá klettur sem allir, hvort sem um er að ræða starfsmenn skólans, nemendur eða forelda, hafa treyst á í daglegum erli sem og stærstu stundum skólans. Öllum þessum starfsmönnum eru færðar kærar þakkir um leið og þeim er óskað allra heilla í framtíðinni.
Sá sorgarviðburður gerðist á þessu starfsári að einn kennara skólans féll frá. Stefán Magnús Böðvarsson kennari lést 26. mars sl. aðeins 62 ára að aldri. Hann hafði verið kennari hér við skólann frá árinu 1998 eða í 14 ár. Stefán var mjög fjölhæfur kennari, kenndi bæði tungumál og raungreinar á unglingastigi og smíði.
Kveðjur til nemenda
Eftir setningu og ávarp fluttu yngri nemendur upplestrar- og tónlistarkveðju. Stella Björt Jóhannesdóttir í 7. bekk flutti ljóð og Sigrún Drífa Þorfinnsdóttir og Nökkvi Jónsson, bæði í 9. bekk, léku lagið Devils Dance (amerískt þjóðlag) á fiðlu. Eitt tónlistaratriði var flutt af nemendum í 10. bekk en Ágústa Margrét Ólafsdóttir lék lagið Allegro (e. Vivaldi) á þverflautu. Tónlistaratriðin voru flutt í samstarfi við kennara Tónlistarskóla Árnesinga.
Kristjana Hallgrímsdóttirumsjónarkennari flutti fallega kveðju frá kennurum til nemendahópsins og Halldóra Íris Magnúsdóttir, formaður Nemendafélags Vallaskóla (NEVA), flutti ávarp og þakkir fyrir hönd útskriftarnema og nemendafélagsins.
Eftir útskrift og afhendingu viðurkenninga var tekin hópmynd af öllum útskriftarhópnum og því næst var boðið í kaffi. Veitingarnar voru að venju glæsilegar en kaffisamsætið er í boði foreldra útskriftarnema í samstarfi við mötuneyti Vallaskóla.
Starfsfólk Vallaskóla óskar öllum útskriftarnemendum, foreldrum og forráðamönnum þeirra, innilega til hamingju með áfangann og alls hins besta í framtíðinni! Rétt er að kveðja með þessum orðum Guðbjartar skólastjóra, að við lok grunnskólans kveðja menn það skeið ævinnar þar sem m.a. þau vináttutengsl hafa myndast, sem oft og tíðum endast til æviloka.
Viðurkenningar
Það var myndarlegur hópurinn sem hlaut viðurkenningar fyrir góðan árgangur. Margir í nemendahópnum hefðu hæglega getað fengið fleiri en ein verðlaun, svo vel stóðu þau sig, en stefna skólans er að dreifa viðurkenningum sem mest þannig að hægt sé að heiðra sem flesta sem virkilega hafa unnið til þess. Valið var því erfitt.
Þeir sem hlutu viðurkenningar fyrir góðan árangur á grunnskólaprófi við lok 10. bekkjar eru:
Halldóra Íris Magnúsdóttir.
Guðrún Úlfarsdóttir.
Tómas Sigurðsson.
Hrafnhildur Hallgrímsdóttir.
Sara Rut Björgvinsdóttir.
Axel Benediktsson.
Sara Rut Björgvinsdóttir.
Hermann Snorri Hoffritz.
Karen María Gestsdóttir.
Ásta Sóley Snorradóttir
Helga Rún Einarsdóttir.
Inga Bergdís Gunnarsdóttir.
Halldóra Guðlaug Þorvaldsdóttir.
Margrét Lea Bachmann Haraldsdóttir.
María Hrönn Benediktsdóttir.
Margrét Thorarensen.
Sævar Ingi Eiðsson.
Fjóla Dóra Sæmundsdóttir.
Guðrún Ósk Einarsdóttir.
Erna Guðjónsdóttir.
Benedikt Bjartmarsson.
Gunnar Geir Jósefsson.
Viðurkenning fyrir mjög góðan heildarárangur á grunnskólaprófi kom í hlut Halldóru Írisar Magnúsdóttur.
Viðurkenningu fyrir foreldrastarf í þágu nemenda í 10. bekk hlaut ferðanefnd 10. bekkjar Vallaskóla, en í henni voru: Kolbrún Káradóttir, Rannveig Anna Jónsdóttir, Kristjana Hrund Bárðardóttir, Guðbjörg Emma Ingólfsdóttir og Heimir Hoffritz.