Krakkarnir okkar stóðu sig með prýði í Skólahreystinni þetta árið. Teitur Örn varð í 1. sæti í dýfunum og í 3. sæti í upphífingum. Eydís Arna varð í 2. sæti í armbeygjukeppninni og 9. sæti í hreystigreip. Eysteinn Máni og Rannveig Harpa urðu í 1. sæti í hraðaþraut. Við lentum í hörkuspennandi keppni við Hvolsskóla og réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu grein. Hvolsskóli varð í 1. sæti, 1,5 stigi á undan okkur í Vallaskóla. 2. sæti staðreynd en annars glæsilegur árangur hjá okkar krökkum sem voru ásamt stuðningsliðinu skólanum til fyrirmyndar.
En það er ekki allt búið enn!
Í hádeginu í dag, föstudaginn 28. mars, kom það svo í ljós að Vallaskóli varð annar af tveimur stigahæstu skólunum sem lentu í öðru sæti (Vallaskóli 45,5 stig og Holtaskóli 50 stig). Og þessir tveir skólar fá að fara áfram í úrslitakeppnina sem fram fer 16. maí nk. í Laugardalshöllinni. Keppnin verður í beinni útsendingu og hefst kl. 20.00. Þetta er annað árið í röð sem Vallaskóli kemst í úrslitakeppnina.
Við óskum Teiti, Konráð, Eysteini, Eydísi, Rannveigu og Þórunni innilega til hamingju með árangurinn með von um gott gengi 16. maí.
[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“][/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]