Skólahald og öskufall

Í ljósi eldgossins í Grímsvötnum er gott að rifja upp verklagsreglur fræðslunefndar Sv. Árborgar um viðbrögð við öskufalli og áhrif þess á skólhald.

Viðbrögð við öskufalli:

Komi til öskufalls verður lögð áhersla á að sem minnst truflun verði á skólahaldi en að sjálfsögðu verður þá haft náið samráð við Almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld.Í því sambandi áréttar fræðslunefnd eftirfarandi:



  • Verði öskufalls vart á skólatíma: – börnum haldið inni í frímínútum – foreldrar beðnir um að sækja börn sín í lok skóladags.
  • Verkefnisstjóri fræðslumála sækir upplýsingar til þess til bærra aðila um hvort útivera barna sé heilsuspillandi og tekur ákvörðun um frekara skólahald.
  • Ef Almannavarnir hafa ráðlagt fólki að halda sig inni við verður skólahald fellt niður.

Komi til öskufalls er foreldrum leik- og grunnskólabarna bent á að fylgjast með tilkynningum í fjölmiðlum.

Til viðbótar framangreindu er bent á leiðbeiningar frá Almannavarnarnefnd Árnessýslu á heimsíðu Árborgar.