Skjálftinn – hæfileikakeppni grunnskóla á Suðurlandi

Eins og flestir vita þá mun Vallaskóli taka þátt í Skjálftanum, hæfileikakeppni í anda Skrekks. Skrekkur er þekktur í Reykjavík en nú hafa Sunnlendingar eignast sinn ,,Skjálfta“. Engu er til sparað og mun keppnin fara fram í Þorlákshöfn nk. helgi. Sjá nánar á heimasíðu Skjálftans, www.skjalftinn.is .

Skjálftahópurinn okkar í Vallaskóla samanstendur úr um 25 nemendum frá unglingastigi. Hópurinn hefur verið að vinna að atriði sem fékk nafnið „Nomophobia“ og fjallar um símasjúkling.
Í atriðinu er lifandi tónlist, leikur, dans og sprell sem hópurinn hefur verið að búa til og æfa síðustu vikur.
Á laugardaginn 15. maí n.k. fer hópurinn og flytur atriðið sitt í Þorlákshöfn og verður Ungrúv á staðnum til að taka það upp. Öll atriðin verða aðgengileg á www.ungruv.is á sunnudaginn og verður keppninni sjálfri streymt live á instagrammi Skjálftans á sunnudaginn klukkan 18:00.
Gaman væri ef að sem flestir myndu fylgja okkur ásamt skjálftanum á instagram á @Valloskjalftinn þar sem hægt er að sjá myndir og myndbönd af æfingum hjá okkur.
Einnig hvetjum við fólk til að fylgja @Skjalftinn og fylgjast með keppninni sjálfri á sunnudaginn og hvetja hópinn áfram.
Kær kveðja
Hafþór, Birgitta og Skjálftahópur Vallaskóla 2021