Skertur dagur

Kæru fjölskyldur nemenda Vallaskóla.

Fimmtudaginn 21. nóvember, er skertur dagur samkvæmt skóladagatali.

Kennsla hættir kl. 12:00 og nemendur í 5.-10. árgangi sendir heim. Foreldrar eru því beðnir um að gera ráðstafanir vegna þessa.

Boðið verður upp á gæslu fyrir nemendur í 1.-4. árgangi. Sú gæsla er frá kl. 12:00 þar til frístundastarfið hefst kl. 13:00. Hádegisverður verður í boði fyrir alla nemendur. Ef foreldrar vilja sækja barn sitt eða senda heim kl. 12:00 er mikilvægt að láta viðkomandi umsjónarkennara vita.

Okkar bestu kveðjur.
Starfsfólk Vallaskóla.