Sigur í undanúrslitum Skólahreysti

Lið Vallaskóla vann 2. undanúrslitariðil í Skólahreysti MS 2013, dyggilega stutt af áhorfendum úr 9. bekk Vallaskóla. Voru lið úr grunnskólum vítt og breitt af Suðurlandi mætt til leiks. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Smáranum í Kópavogi og sáu starfsmenn Zelsiuz um að ferja stuðningsmenn Árborgarliðanna til og frá Árborg.

Úrslit urðu þau að Vallaskóli sigraði með 63 stig. Í öðru sæti varð Hvolsskóli með 53,5 stig og í því þriðja varð Grunnskólinn í Þorlákshöfn með 44,5 stig.

Lið Vallaskóla er þannig skipað: Teitur Örn Einarsson, Harpa Hlíf Guðjónsdóttir, Rannveig Harpa Jónþórsdóttir, Eysteinn Máni Oddsson. Varamenn eru: Eydís Birgisdóttir og Konráð Jóhannsson.

Þjálfarar liðins eru íþróttakennaranir Guðmundur Garðar Sigfússon og Gylfi Birgir Sigurjónsson.

Úr frétt af www.skolahreysti.is segir að Harpa Hlíf Guðjónsdóttir hafi sigrað í armbeygjum en þau Rannveig og Eysteinn Máni hafi sigrað í hraðaþrautinni. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Skólahreysti. Þess má geta að fyrsti þátturinn í Skólahreysti verður sendur út á RÚV 26. mars kl. 20.00. Úrslitakeppnin verður svo haldin 2. maí í Laugardagshöllinni. Það eru því spennandi tímar framundan í Skólahreysti.

[fusion_builder_container hundred_percent=“yes“ overflow=“visible“][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=“1_1″ background_position=“left top“ background_color=““ border_size=““ border_color=““ border_style=“solid“ spacing=“yes“ background_image=““ background_repeat=“no-repeat“ padding=““ margin_top=“0px“ margin_bottom=“0px“ class=““ id=““ animation_type=““ animation_speed=“0.3″ animation_direction=“left“ hide_on_mobile=“no“ center_content=“no“ min_height=“none“]

Mynd: Skólahreysti (birt með leyfi).
Mynd: Skólahreysti (birt með leyfi). Lið Vallaskóla 2013. Frá vinstri: Guðmundur Garðar, Harpa Hlíf, Rannveig Harpa, Eysteinn Máni, Teitur, Eydís, Konráð og Gylfi Birgir.
[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]