Samborg – samtök foreldrafélaga grunnskólanna í Árborg – býður til sameiginlegs fræðslufundar í Vallaskóla (salurinn í austurrými – gengið inn frá Engjavegi) fyrir alla foreldra/forráðamenn grunnskólabarna í Árborg þriðjudaginn 6. október kl. 18:00.
Sólveig Norðfjörð, sálfræðingur, verður með fræðslu um eðli kvíða og hvernig hann birtist helst hjá börnum og unglingum. Hún kynnir jafnframt leiðir til að auka sjálfstraust og fyrirbyggja kvíða. Stjórn Samborgar vonast til að sjá sem flesta foreldra/forráðamenn.
Sjá auglýsingu á pdf formi hér.