Í 7. bekk hafa nemendur verið að vinna verkefni í trúarbragðafræði sem er samþætt námi í íslensku. Krakkarnir unnu í hópum í bókinni Upprisan og lífið svo og í bókunum Saga daganna eftir Árna Björnsson. Í 7. MK áttu nemendur að velja sér verkefni og eftir að hafa valið viðfangsefnið áttu þeir að gera útdrátt, leiðrétta svo stafsetningu og málfar með aðstoð kennara. Eftir það máttu þeir ráða framsetningunni. Sumir völdu glærusýningu aðrir plaköt og enn aðrir völdu að syngja.
Hópurinn á myndinni valdi þá óvenjulegu leið að rappa um Biblíuna. Í árlegri jólakirkjuheimsókn í vikunni sem leið nýttu þær auðvitað tækifærið og röppuðu fyrir prestana. Þær stóðu sig frábærlega vel og fengu lof fyrir hjá prestunum, sem höfðu einstaklega gaman af.
Margrét Kristjánsdóttir umsjónarkennari í 7. MK.