Nemendur í 2. árgangi gerðu rannsókn á litum bíla sem óku eftir Austurveginum.
Þau fóru í vettvangsferð og settust niður í tröppunum hjá Bókasafninu þar sem þau töldu og skráðu hvað það fóru margir gulir, rauðir, bláir og svartir bílar framhjá og lika hjólandi og gangandi vegfarendur.
Þetta var mjög áhugaverð rannsókn og öllum fannst mjög gaman. Þegar heim var komið gerðu allir sína skýrslu úr þeim gögnum sem fengust úr rannsókninni.
Nemendum þótti einkar skemmtilegt þegar stóru bílarnir flautuðu þegar þeir keyrðu framhjá.