Vefurinn var opnaður í vor til að veita betra aðgengi að efninu þegar skólastarf var víða skert og nám nemenda færðist mikið til inn á heimilin.
Vakin er athygli á Fræðslugátt Menntamálastofnunar en þar er allt rafrænt námsefni stofnunarinnar aðgengilegt á einum stað.
Fræðslugáttin er aldursskipt og veitir aðgang að fjölmörgum rafbókum, hljóðbókum, vefum og fræðslumyndum sem auðvelt er að nálgast.
Nemendur, foreldrar og kennarar eru hvattir að nýta sér efnið sem þar er að finna.