Í síðsumarblíðunni um daginn fóru nemendur og starfsmenn í 4. bekk út í Tryggvagarð að tína plöntur og safna fyrir náttúrufræðiverkefni. Komið var með plönturnar inn í skólann og þær þurrkaðar. Nemendur fengu síðan plöntubók til að finna heiti plantnanna og fræðast um þær. Skemmtilegur dagur í alla staði.
Umsjónarkennarar í 4. bekk.





