Öskudagsgleði verður fyrir 1.-4. bekk og 5.-7. bekk í félagsmiðstöðinni Zelsíuz miðvikudaginn 10. feb. Hátíð 1.-4. bekkjar er frá kl. 14:00 – 16:00 og kostar 500 kr. inn. Kötturinn er sleginn úr tunnunni, dansað og farið í skemmtilega leiki. Skemmtun fyrir 5.-7. bekk er svo milli kl. 17:00 og 19:00 og kostar einnig 500 kr. inn á hana. Þá verður slegið upp karnivalstemmningu og boðið upp á ýmsar þrautir, leiki, tónlist og svo er sjoppa á staðnum á báðum viðburðunum.
Það eru stelpur í 9. og 10. bekk sem halda gleðina undir dyggri leiðsögn starfsmanna félagsmiðstöðvarinnar en hún er fjáröflun fyrir lokaferð stelpuklúbbs Zelsíuz.