Í morgun kom Bjarni Fritzson í heimsókn í Vallaskóla og las upp úr nýjustu bók sinni um Orra óstöðvandi fyrir nemendur í 4. – 7. bekk.
Krakkarnir hlustuðu af mikilli athygli og skemmtu sér mjög vel á meðan á upplestrinum stóð. Greinilega góð bók í jólapakkann.


