Komiði öll sæl.
Í þessu bréfi fjöllum við um stöðu C-19 og skólastarfið sem framundan er. Ný reglugerð vegna farsóttar er komin út og smit hafa komið upp í einum árgangi skólans sem fór allur í smitgát. Nokkrir nemendur og starfsmenn eru því komnir í sóttkví og einangrun sem stendur.
Á þessum tímapunkti er ekki komin út sérstök reglugerð varðandi takmörkun skólastarfs en mögulega þýðir það að starfsemi skólans raskist eitthvað þegar á líður.
Reglugerðin:Ný reglugerð vegna farsóttar var samþykkt af ríkisstjórninni 12. nóvember síðastliðinn (sjá nánar hér https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Undirritu%c3%b0%20regluger%c3%b0%201211%202021.pdf ).
Gildistími reglugerðarinnar er frá 13. nóvember til og með 8. desember 2021.
Hvað grunnskólastarf varðar þá segir í reglugerðinni (tekið af vef heilbrigðisráðuneytisins):
- Í skólastarfi gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmörk nema börn fædd 2016 og síðar eru undanskilin.
- Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
- Kennurum í grunnskólum er heimilt að taka niður grímu eftir að sest er niður inni í skólastofum.
- Blöndun milli hópa í skólastarfi er heimil á öllum skólastigum.
Helstu takmarkanirnar eru eftirfarandi (hafa fyrst og fremst áhrif á starfsfólk skólans):
- Skólinn verður á stigi sóttvarnasvæða. Nemendur og starfsfólk má fara á milli svæða í skólanum, þó ekki að nauðsynjalausu. Allir verða sem fyrr beðnir um að gæta vel að sínum eigin sóttvörnum.
- Hámark 50 einstaklingar mega koma saman í einu rými (s.s. skólastofu).
- Grímuskylda á eingöngu við hjá starfsfólki skólans.
- 1 m fjarlægðarmörk eiga aðeins við um starfsfólk skólans.
- Fjöldatakmarkanir nemenda í rými miðast við 50 einstaklinga í öllum árgöngum. Nemendur mega blandast á milli nemendahópa. Undantekning frá fjöldatakmörkun nemenda er leyfð á sameiginlegum svæðum skólans, við innganga, í anddyri, á salerni, á göngum, mötuneyti og í skólabíl.
- Foreldrar og forráðamenn, sem og aðrir gestir, skulu ekki koma inn í skólabyggingar. Sé það nauðsynlegt ber þeim að nota grímu og hanska.
Að lokum minnum við alltaf á þessi góðu skilaboð:
Sýnið smitgát öllum stundum og munið að við erum öll almannavarnir!
Kær kveðja.Starfsfólk Vallaskóla.
Frekari upplýsingar má einnig nálgast á www.covid.is .
