Menntamálaráðuneytið stendur nú að breytingu á aðalnámskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla. Almenni hluti aðalnámskrá var gefinn út 2011 og unnið er að útgáfu fagreinahluta skrárinnar.
Aðalnámskrá skóla er í raun bókin sem allt skólastarf hvílir á. Þar er að finna hugmyndafræðina og skilgreiningar á viðmiðum hins opinbera um almenna menntun barna. Hún byggir á sex grunnþáttum menntunar, sem eru: Læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð, sköpun. Sjá nánar m.a. hér.
Kennarar og aðrir starfsmenn skóla verða að tileinka sér þær breytingar sem eiga sér stað við og við í þessari námskrá. Og á starfsdögum nú í ágúst var unnið að greiningu á nýrri aðalnámskrá í Vallaskóla. Þetta er viðamikið verkefni og verður ekki unnið á nokkrum dögum. Hér er um langtímaverkefni er að ræða en skólar hafa almennt frest til ársins 2015 til að innleiða að fullu aðalnámskránna.
Hér má sjá mynd af einum kennarahópnum að störfum í tengslum við aðalnámskránna.