Nemendur í norsku í Vallaskóla hafa undanfarið unnið þemaverkefni sem ber heitið „Jul i Norge“. Krakkarnir hafa verið mjög áhugasöm og dugleg við að kynna sér siði og venjur við norskt jólahald. Inn í þetta fléttast svo lestur, ritun, föndur, samræður og skapandi vinna. Sett var upp sýning í anddyri skólans og var mikill metnaður hjá nemendum um að vel til tækist.
Guðbjörg Sveinbjörnsdóttir, kennari.
