Norræna skólahlaupið í Vallaskóla

Verður hlaupið miðvikudaginn 5. september.

6.-10.bekkur byrjar kl: 8.30

1.-5. bekkur byrjar kl:10.30

 

Mikilvægt er að nemendur mæti klæddir í samræmi við veðurfar og í góðum skóm.

Norræna skólahlaupið

Markmiðið með Norræna skólahlaupinu er að hvetja nemendur til að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Á síðasta ári tóku rúmlega 15.000 grunnskólanemendur frá um 63 skólum á Íslandi þátt í hlaupinu og hlupu til samans um 40 hringi í kringum landið, en hægt er að velja um þrjár vegalengdir 2,5, 5 og 10 kílómetra. Árið 2015 tengdist verkefnið í fyrsta sinn Íþróttaviku Evrópu, sem er verkefni á vegum Evrópuráðsins. Af því tilefni var bryddað upp á þeirri nýjung að draga út þrjá skóla sem tóku þátt í Norræna skólahlaupinu og luku hlaupinu fyrir lok september. Sá hátturinn var einnig á árið 2016. Til mikils er að vinna í ár, eins og önnur ár, ef skólar ljúka hlaupi fyrir lok september því þrír skólar fá 100.000 króna inneign í Altis. Altis selur vörur til íþróttaiðkunar sem nýtast nemendum á skólalóðinni eða í íþróttahúsinu.

Verkefnið nýtur stuðnings ÍSÍ, Mjólkursamsölunnar og Evrópuráðsins, og er í samvinnu við Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands.