Nemendaráðsfundur 13. janúar 2012
Mætt: Már, Halldóra, Karen, Elfar, Andrea, Esther, Alexandra, Guðbjartur og Kári.
- Barnaböll/diskó. 25. jan. 1-4 bekkur 200 kr. 5-7 bekkur 300 kr. 10. bekkur sér um sjoppuna og Kári og Guðbjartur varasjoppustjórar.
- Ball 1-4 bekkur frá 16:00-17:30 5-7 18:00-19:30.
- Lopadagur 20. janúar og tónlist í frímínútum. Kári, Guðbjartur og Elfar tónlistarstjórar. Íslensk lög. Búa þarf til miða, klippa niður og dreifa til kennara í 1-5 bekk varðandi lopadaginn. 9. bekkur sér um að búa til 3 plaköt til að auglýsa daginn. Plakötin verða að vera kominn upp á þriðjudag. Esther og Karen labba í bekki og kynna daginn. Fá að fara í 6-10. bekk.
- Kvöldvaka 15. mars. Tala við Svein Fannar, Sigga (bróður Unnars) og Albert Rúts eða Fríðu Hansen til að fá þau til að syngja fyrir okkur á kvöldvöku.
- Fundi slitið 15:07