Múrtunnusláttur

Við óskum nemendum okkar og forráðamönnum þeirra notalegs haustleyfis.

Látum fylgja með góðri kveðju okkar nokkrar myndir frá Múrtunnuslætti sem nemendur 5., 6. og 7. árgangs fengu að spreyta sig á dag. Um er að ræða hluta af verkefninu „Tónlist fyrir alla“. Nemendur skemmtu sér vel við bumbusláttinn og allir fengu eitthvað fyrir sinn snúð.

Einnig er hægt að nálgast nokkur myndbrot á samfélagsmiðlum okkar Facebook og Intstagram.