Vallaskóli fékk skemmtilega heimsókn í dag á 2. degi þemadaga.
Þeir Moli og Lótus sem eru hreinræktaðir af tegundinni Maltese, fengu góðfúslegt leyfi til að koma og vera með á öðrum degi þemadaga. Þessi tegund er sérstaklega vottuð sem ofnæmisfríir hundar og einstaklega ljúfir og barngóðir. Heimsóknin gekk alveg vonum framar, Lótus (unglingurinn (sem er 15 mánaða), rak upp eitt gelt við komuna inn í andyri og síðan heyrðist ekki í þeim það sem eftir lifði dags. Margir krakkar komu að skoða þá, klappa og knúsa og voru þeir líka mjög ánægðir með heimsóknina. Við þökkum fyrir mjög góðar móttökur.
Bestu kveðjur, Olga náms, og starfsráðgjafi (hundamamma).