Kæru fjölskyldur nemenda Vallaskóla
Mikilvægar dagsetningar framundan í október- og nóvembermánuði, starfs- og foreldradagur
og fleira:
Föstudaginn 29. október verður Halloweenþema í skólanum og búningakeppni á
miðstigi og efsta stigi (sjá nánar í vikubréfum umsjónarkennara).
Mánudagurinn 1. nóvember, starfsdagur. Frí hjá nemendum. Foreldraviðtöl.
Þriðjudagurinn 2. nóvember, foreldradagur. Frí hjá nemendum. Foreldraviðtöl.
Boðið verður upp á staðbundin viðtöl (mætt í skólann) eða óstaðbundin (fjarfundur
eða símaviðtal). Búið er að opna á viðtalspantanir í Mentor. Sjá nánar í vikubréfum
umsjónarkennara.
Miðvikudagurinn 3. nóvember. Venjulegur skóladagur og kennt skv. stundaskrá.
Mánudagurinn 8. nóvember. Baráttudagur gegn einelti (nánar síðar).
Þriðjudagurinn 16. nóvember. Dagur íslenskrar tungu (nánar síðar).
Mánudagurinn 22. nóvember. Fjölmenningardagur í Vallaskóla (nánar síðar).
Miðvikudagurinn 24. nóvember. Árshátíð unglingastigs (sjá síðar í útsendri
dagskrá).
Ath. þetta er breyting á skóladagatali. Árshátíðin er færð fram um einn dag.
Föstudagurinn 26. nóvember. Skreytingadagurinn.
Skólinn settur í jólabúninginn.
Covid-19: Að gefnu tilefni biðjum alla að gæta að smitgát. Covid-19 er enn á sveimi og það
eru fréttir af smitum í okkar nánasta umhverfi. Foreldrar og gestir sem eiga leið inn í skólann
eru hvattir til að nota andlitsgrímur. Ýmsar breytingar á hugtakanotkun eins og sóttkví og
smitgát hafa átt sér stað sem vert er að kynna sér á www.covid.is .
Minnt er á notkun endurskinsmerkja. Verum sýnileg!
Við minnum áfram á að nemendur eiga að geyma hlaupahjól sín úti (ekki inni í skólanum)
eins og um reiðhjól væri að ræða. Það má ekki nota þessi ökutæki á skólalóð og þau eiga
að vera læst á geymslusvæðum skólalóðar.