Mikilvægar dagsetningar framundan

Kæru fjölskyldur nemenda Vallaskóla
Mikilvægar dagsetningar framundan í október- og nóvembermánuði, starfs- og foreldradagur
og fleira:
 Föstudaginn 29. október verður Halloweenþema í skólanum og búningakeppni á
miðstigi og efsta stigi (sjá nánar í vikubréfum umsjónarkennara).

 Mánudagurinn 1. nóvember, starfsdagur. Frí hjá nemendum. Foreldraviðtöl.

 Þriðjudagurinn 2. nóvember, foreldradagur. Frí hjá nemendum. Foreldraviðtöl.
Boðið verður upp á staðbundin viðtöl (mætt í skólann) eða óstaðbundin (fjarfundur
eða símaviðtal). Búið er að opna á viðtalspantanir í Mentor. Sjá nánar í vikubréfum
umsjónarkennara.

 Miðvikudagurinn 3. nóvember. Venjulegur skóladagur og kennt skv. stundaskrá.

 Mánudagurinn 8. nóvember. Baráttudagur gegn einelti (nánar síðar).

 Þriðjudagurinn 16. nóvember. Dagur íslenskrar tungu (nánar síðar).

 Mánudagurinn 22. nóvember. Fjölmenningardagur í Vallaskóla (nánar síðar).

 Miðvikudagurinn 24. nóvember. Árshátíð unglingastigs (sjá síðar í útsendri
dagskrá).
Ath. þetta er breyting á skóladagatali. Árshátíðin er færð fram um einn dag.

 Föstudagurinn 26. nóvember. Skreytingadagurinn.
Skólinn settur í jólabúninginn.

Covid-19: Að gefnu tilefni biðjum alla að gæta að smitgát. Covid-19 er enn á sveimi og það
eru fréttir af smitum í okkar nánasta umhverfi. Foreldrar og gestir sem eiga leið inn í skólann
eru hvattir til að nota andlitsgrímur. Ýmsar breytingar á hugtakanotkun eins og sóttkví og
smitgát hafa átt sér stað sem vert er að kynna sér á www.covid.is .

Minnt er á notkun endurskinsmerkja. Verum sýnileg!

Við minnum áfram á að nemendur eiga að geyma hlaupahjól sín úti (ekki inni í skólanum)
eins og um reiðhjól væri að ræða. Það má ekki nota þessi ökutæki á skólalóð og þau eiga
að vera læst á geymslusvæðum skólalóðar.

mynd sótt af: https://unsplash.com/photos/N2X20_MlF20