Menntaverðlaun Suðurlands voru afhent nýverið í hátíðarsal FSu. Fjölskyldusvið Árborg hlaut verðlaunin að þessu sinni. Verðlaunin fengu þau fyrir þróunarverkefnið Eflum tengsl heimilis og skòla. Verkefnið er samstarfsverkefni fjölskyldusviðs Árborgar, leik- og grunnskóla sveitarfélagsins og Fjölbrautaskóla Suðurlands.Verkefnið hefur það markmið að bjóða foreldrum leik- og grunnskólanemenda sveitarfélagsins með fjölmenningarlegan bakgrunn, upp á hagnýtt íslenskunámskeið.
Verkefnið stóð á árunum 2021-2024 og var foreldrum leik- og grunnskólabarna með fjölmenningarlegan bakgrunn boðið upp á hagnýtt íslenskunámskeið. Nýbreytni og frumleiki verkefnisins fólst í því að þar var samtvinnuð íslenskukennslu, fræðsla um skólakerfi og hagnýta upplýsingagjöf til foreldra.
Einnig var sú nýjung að börn fengu að vera þátttakendur með foreldrum sínum á þessu námskeiði. Það er gaman að segja frá því að okkar eigin Anna Linda, deildarstjóri Fölmenningadeildar átti stóran þátt í hugmyndavinnu, undirbúningi, kennslu og annarri vinnu á námskeiðinu.