Samfés og TUFF á íslandi hafa tekið höndum saman og voru að gefa út frábært umhyggjuhefti með fjölbreyttum og skemmtilegum hugmyndum og verkefnum fyrir fólk á öllum aldri. Þetta er gert í tilefni að mánuði umhyggju og góðvildar.
Allir geta tekið þátt og er þetta gert til þess að stuðla að aukinni samveru á tímum þar sem aðstæður eru aðrar en við eigum að venjast og erfitt getur verið að halda í jólahefðir vegna heimsfaraldurs.
Samfés og TUFF er umhugað um stöðu ungs fólks, þeirra velferð og vellíðan. Því telja þau nauðsynlegt að taka höndum saman með því að skella út til allra verkefni sem lögð er áhersla á umhyggju, góðvild og samveru. Þau vonast til þess að aukin samvera færi hinn sanna hátíðaranda inn á heimili landsins.
Umhyggjuheftið má nálgast hér