Spurningakeppni Vallaskóla, Kveiktu, hefur verið í fullum gangi nú í marsmánuði. Undankeppnum er lokið og stefnir í spennandi lokarimmu á milli 10. LV og 9. BA föstudaginn 18. mars kl. 11.10 í Austurrými Vallaskóla. Hanna Lára Gunnarsdóttir er sem fyrr höfundur spurninga en spyrill skólaárið 2015-2016 er Gísli Felix Bjarnason kennari. Til gamans má geta að nemendur sem hafa tekið þátt í Kveiktu hafa, þegar þeir eru komnir í framhaldsskóla, margsinnis komið fram sem keppendur í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur.
Á meðfylgjandi mynd má sjá lið 10. LV og 8. SAG, ásamt Gísla Felix kennara.