Litlu jólin voru haldin hátíðleg í Vallaskóla í dag.
1.-4. bekkur var með litlu jólin sín í íþróttasalnum þar sem nemendur 4. bekkjar sýndu helgileik, 2. bekkur söng jólalög og loks var dansað í kringum jólatré.
Loksins var hægt að bjóða foreldrum að koma og vera með á litlu jólunum með börnunum. Jólasveinarnir kíktu svo í heimsókn áður en börnin héldu í jólafrí frá skólanum.
Miðstig hélt stofujól með allskonar huggulegheitum og unglingastig var með kaffihúsastemningu þar sem kennarar bökuðu vöfflur og gerðu kakó fyrir þau.
Góð stemning allstaðar og tilhlökkun fyrir jólafríinu leyndi sér ekki.