Litlu jólin hjá 1.-4. bekk

Litlu jólin í 1. – 4. bekk verða haldin í Austurrýminu á Sólvöllum föstudaginn 20. desember, sem er síðasti skóladagurinn fyrir jólafrí.

Vakin er athygli á því að foreldrar eru velkomnir á jólaskemmtunina með barni sínu sem hér segir:

Kl. 8:30 – 10:00 nemendur úr 1. HÞ, 1. KV, 2. GMS, 3. IG, 4. BB og 4. SS 

Kl. 10:30 – 12:00 nemendur úr 1.UG, 2. GG, 2. GT, 3. KG og 4. MS

Nemendur eiga að mæta stundvíslega í Austurrýmið á Sólvöllum og hitta umsjónarkennarann sinn þar. Gengið verður inn frá Engjavegi.

Von er á rauðklæddum körlum í heimsókn með ávexti í poka.

Athugið að kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá mánudaginn 6. janúar 2014.

Deildarstjóri.