Litlu jólin hjá 5.-10. bekk verða haldin í Austurrýminu í Vallaskóla fimmtudaginn 15. desember, sem er síðasti skóladagur fyrir jólafrí hjá nemendum í 5.-10. bekk.
Þrjár jólaskemmtanir verða sem hér segir:
Klukkan 15.30 – c.a. 16.30 5. og 6. bekkur
Nemendur mæta í umsjónarstofur og fara svo með umsjónarkennara sínum í salinn.
Klukkan 17.00 – c.a.18.00 7. bekkur
Nemendur mæta í Austurrýmið. Sérstök jólaskemmtun í boði.
Klukkan 18.00 – c.a. 20.00 8.-10. bekkur
Nemendur mæta í umsjónarstofur – stofujól. Síðan verður haldin jólakvöldvaka frá c.a. 18.30.
Nemendur mæta aftur þriðjudaginn 3. janúar 2012 samkvæmt stundatöflu. Mánudagurinn 2. janúar er starfsdagur í Vallaskóla.
Með jólakveðju – starfsfólk Vallaskóla.