Litlu jól 1.-4. bekkur

Litlu jólin hjá 1.-4. bekk verða haldin í Austurrýminu í Vallaskóla föstudaginn 16. desember, sem er síðasti skóladagur fyrir jólafrí. Jóladagskrá, m.a. jólaguðspjallið, leikþættir og dans.

Tvær jólaskemmtanir verða sem hér segir (sjá einnig skilaboð umsjónarkennara):

Klukkan 9:15 – 10:30 1. IG, 2. MS, 3. ÁRJ, 4. GU og 4. GMS


Klukkan 10:30 – 11:45 1. ASG, 2. BB, 2. ÁRS, 3. HÞ og 3. KV


Nemendur eiga að mæta við stofuna sína og hitta umsjónarkennarann sem fer með þeim í salinn.

Von er á rauðklæddum körlum í heimsókn.

Nemendur mæta aftur þriðjudaginn 3. janúar 2012 samkvæmt stundatöflu. Mánudagurinn 2. janúar er starfsdagur í Vallaskóla.

Skólavistun er opin 16. desember og 2. janúar.

Með jólakveðju – starfsfólk Vallaskóla.