Þann 1. október komu í heimsókn þau Laufey Sigurðardóttir, Páll Eyjólfsson og Esther Talia Casey í heimsókn þar sem þau sögðu krökkunum sögur, bæði í tónum og tali.
List fyrir alla er verkefni sem ætlað er að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.
Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum. Meira um verkefnið má lesa hér á heimasíðu verkefnisins.