Þó það sé orðið nokkuð síðan að öskudagurinn var haldinn hátíðlegur, fyrir hálfum mánuði, þá er allt í lagi að rifja aðeins upp stemninguna sem var! Þá var fjórði bekkur með val á milli stofa í tveimur kennslustundum þar sem börnin í árganginum blönduðust saman. Í einni stofunni voru rólegheit þar sem í boði var að lita, teikna og perla. Í annarri stofu var dans og fjör þar sem börnin gátu farið í limbó, ,,Just Dance“ og stoppdans og í þriðju stofunni var í boði að spila, byggja úr kaplakubbum og fara í kúluspil.
Með kveðju úr 4. bekk. Umsjónarkennarar.






