Á dögunum vorum nemendur í 5. árgangi með lestrarhátíð þar sem poppað var popp og horft á bíómynd saman. Undanfarnar vikur höfðu nemendur safnað poppbaunum fyrir hverja lesna blaðsíðu í lestrarátaki bæði í skólanum og heima. Þau poppuðu því poppbaunirnar sem þau höfðu safnað sér, horfðu á bíómynd og höfðu það notalegt.


