Nemendur frá 1 – 7.bekk Vallaskóla tóku þátt í ævintýralestri Ævar vísindamanns.
Á tveimur mánuðum lásu þau samtals 772 bækur.
Ævar dró einn heppinn nemanda úr Vallaskóla, en það var hún Hafdís Rún Sveinsdóttir 5. MEÓ sem datt í lukkupottinn og fær nýjustu bókina hans Ævars, Óvænt endalok sem kemur út í júní.
Bókasafn Vallaskóla gaf þeim sem lásu flestar bækur í hverjum árgang viðurkenningaskjal og bók eftir Ævar. Svo má endilega taka fram að tveir foreldrar (sem í fyrsta skipti máttu taka þátt í keppninni) tóku þátt, en það voru þau Kristín Sveinsdóttir og Guðmundur Jóhannsson.
Nöfn þeirra voru sem lásu flestar bækurnar og fengu viðurkenningu eru:
Kjartan Ólafur Ármannsson 1.ES
Óskar Bragi Þórisson 2.SBG
Fannar Leví Sigurðsson 3.DS
Kristveig Lára Þorsteinsdóttir 4.HÁ
Viktor Logi Sigurðsson 5. VRH
Katla Mist Ólafsdóttir 6.HS
Beniamin Palgan 7.SMG