Snævar Ívarsson, framkvæmdastjóri Félags lesblindra á Íslandi, heimsótti Vallaskóla í dag og fræddi nemendur, foreldra og starfsfólk um málefni lesblindra. Afar fróðlegt var að hlýða á erindi Snævars. Hann sagði okkur frá eigin skólagöngu en gaman var að heyra um sýn hans á lesblinduna (dyslexiu) og alla þá hjálparmiðla sem tæknin hefur gefið af sér á svo fáum árum, miðla sem lesblindir geta og þurfa að nýta sér.
Ekki síst er þó mikilvægt fyrir alla að skilja lesblindu og áhrif hennar í daglegu í lífi. Sýna þarf skilning, veita stuðning jafnvel og hafa í huga að lesblinda hefur ekkert með að gera getuna til að læra.
Til að fræðast frekar um málefnið og félagið þá bendum við á heimasíðu félagsins http://www.fli.is/ .