Þriðjudaginn 22. nóvember fórum við í 6. MK í heimsókn á leikskólann Hulduheima í þeim tilgangi að lesa fyrir leikskólabörn. Heimsóknin tengdist degi íslenskrar tungu, sem var 16. nóvember.
Það var tekið ljómandi vel á móti okkur og tókst lestur nemenda mjög vel. Eftir lesturinn aðstoðuðu nemendur leikskólabörnin við að klæða sig í útiföt.
Það er gaman að segja frá því að við vorum boðin að koma aftur sem við þáðum auðvitað með þökkum.
Kveðja frá 6. MK og Margréti umsjónarkennara.