Leggðu rækt við litlu atriðin

 

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur með meiru hefur heimsótt nemendur í 10. bekk Vallaskóla nokkur undanfarin ár og frætt þau um mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin vegferð, gera góðverk, koma fallega fram við aðra, hrósa, leggja sig fram alla daga, setja sér markmið og margt fleira. Erindi Þorgríms kallast ,,Verum ástfangin af lífinu“.

Skólaárið í ár er engin undantekning frá þessu en að þessu sinni hélt hann líka sérstakt erindi fyrir nemendur í 3.-7. bekk. Óhætt er að segja að maður hrífist með Þorgrími og boðskap hans þar sem hann segir yngri nemendunum frá veru sinni með karlalandsliðinu í fótbolta á EM síðastliðið sumar og mikilvægi þess að gera alltaf sitt besta vilji maður ná árangri. Því eins og Þorgrímur segir: ,,Leggðu rækt við litlu atriðin því þá uppskerð þú stóra sigra“.

ap-2016-2017-blandad-efni-thorgrimur-thrainsson-1
Mynd: Vallaskóli 2016 (ÞHG).
ap-2016-2017-blandad-efni-thorgrimur-thrainsson-4
Mynd: Vallaskóli 2016 (ÞHG). Þorgrímur Þráinsson ávarpar nemendur í 3.-7. bekk.
ap-2016-2017-blandad-efni-thorgrimur-thrainsson-5
Mynd: Vallaskóli 2016 (ÞHG). Nemendur í 7. bekk að bíða eftir því að fá að fara inn í íþróttasal.