Læsissáttmáli Heimilis og skóla var kynntur við hátíðlega opnun í Árborg fimmtudaginn 1. september sl. Fór athöfnin fram í Vallaskóla.
Eins og segir í frétt á vef Árborgar þá var mennta- og menningamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, viðstaddur hátíðina en hann flutti erindi um Þjóðarsáttmála um læsi við sveitarfélög landsins og Heimilis og skóla. Formaður Heimilis og skóla, Anna Margrét Sigurðardóttir, kynnti læsissáttmála samtakanna og opnaði formlega nýjan vef því tengdu. Sjá nánar á arborg.is .
Síðar um daginn var kynning á sáttmálanum og nýrri heimasíðu fyrir foreldra í Árborg. Þar er hægt að kynna sér málið ásamt því að fá góðar leiðbeiningar. Sjá nánar http://www.heimiliogskoli.is/