Kynning á framhaldsskólanámi – súpufundur í Vallaskóla fimmtudaginn 13. febrúar
Þetta er kynning fyrir foreldra nemenda í 10. bekk í Vallaskóla þar sem farið verður yfir fyrirkomulag og framkvæmd innritunar í framhaldsskóla ásamt hugleiðingum um hvað sé framundan.
Hvenær og hvar: Fimmtudaginn 13. febrúar frá 17:30-19.00 í stofu 20 á Sólvöllum. Gengið inn um anddyri Engjavegsmegin.
Dagskrá:
· Ýmislegt sem þarf að hafa í huga: Olga námsráðgjafi og Þorvaldur deildarstjóri – Vallaskóla (30-40 mínútur).
· Námsráðgjafar FS og ML kynna skólastarfið í sínum skólum (heimaskólar Vallaskóla) (30 mínútur).
· Hlé. Gómsæt súpa og brauð í boði skólans (20 mínútur).
· Fyrirspurnum svarað. Námsráðgjafar Vallaskóla, FSu og ML með opna bása og tilbúin til að svara fyrirspurnum og ræða málin fyrir þá sem vilja (30 mínútur).
· Dagskrá lýkur um 19:30.