Í grunnskólum Sveitarfélagsins Árborgar eru lausar stöður fyrir skólaárið 2018-2019.
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri
www.barnaskolinn.is
Í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri eru 140 nemendur og 45 starfsmenn. Einkunnarorð skólans eru jákvæðni, virðing, metnaður og heiðarleiki. Skólinn starfar á tveimur stöðum, 1.-6. bekkur á Stokkseyri og 7.-10. bekkur á Eyrarbakka. Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar:
● Kennarar á yngra og unglingastigi.
Sunnulækjarskóli
www.sunnulaekjarskoli.is
Við Sunnulækjarskóla eru um 700 nemendur og 120 starfsmenn. Áhersla er lögð á sveigjanlega og fjölbreytta kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara, ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu koma.
Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar:
● Umsjónarkennarar á yngsta og miðstigi.
● Umsjónarkennarar á elsta stigi, meðal kennslugreina eru stærðfræði og tungumál.
● Myndmenntakennari.
● Sérkennari.
Vallaskóli
www.vallaskoli.is
Í Vallaskóla eru um 600 nemendur í 1.-10. bekk og 100 starfsmenn. Virðing, þekking og lífsgleði eru einkunnarorð skólans. Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar:
● Umsjónarkennarar á yngsta og miðstigi.
● Umsjónarkennari á elsta stigi með áherslu á íslenskukennslu.
● Forfallakennari.
● Þroskaþjálfi.
● Sérkennari.
● Stuðningsfulltrúar á mið- og elsta stigi.
● Íþróttakennari (afleysing vegna fæðingarorlofs).
● Kennari í leikrænni tjáningu (5.-10. bekkur).
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum með uppeldismenntun sem nýtist í starfi, mikla hæfni í mannlegum samskiptum, góða íslenskukunnáttu og brennandi áhuga á starfi í skólum. Reynsla af teymisvinnu er mikilvægur eiginleiki.
Í sveitarfélaginu er unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á faglega forystu í anda lærdómssamfélagsins, snemmtæka íhlutun, samstarf skóla og stofnana um umbótastarf og þróun úrræða fyrir börn. Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 9 þúsund íbúar, þar af um 2000 börn í fimm leikskólum og þremur grunnskólum. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið, fræðslusvið og skólaþjónustu Árborgar má finna á www.arborg.is
Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist á skólastjóra viðkomandi skóla:
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, Háeyrarvöllum 56, 820 Eyrarbakka. Magnús J. Magnússon, magnus@barnaskolinn.is
Sunnulækjarskóli, Norðurhólum 1, 800 Selfossi: Birgir Edwald, birgir@sunnulaek.is
Vallaskóli, Sólvöllum 2, 800 Selfossi: Þorvaldur H. Gunnarsson, thorvaldur@vallaskoli.is
Umsóknarfrestur er til 18. apríl 2018. Frekari upplýsingar um skólana er að finna á vefslóðum þeirra. Störfin henta jafnt körlum sem konum. Launakjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.