Komdu að vinna með okkur!
Vallaskóli – Sveitarfélaginu Árborg, lausar stöður fyrir skólaárið 2022-2023
- Umsjónarkennarar á yngsta stigi (1.-4. árgangur) og miðstigi (5.-7. árgangur). Einnig á efsta stigi (8.-10. bekk) með áherslu á leiklist, íslensku, náttúrufræði og smiðjukennslu. Allt 100% stöður.
- Kennari í leiklist á miðstigi, 76-100% staða.
- Tónmenntakennari á yngsta stigi og miðstigi, 100% staða.
- Myndmenntakennari, 100% staða.
- Nýsköpun og forritun á miðstigi, 100% staða.
- Kennari í fjölmenningardeild, 100% staða.
- Náms- og starfsráðgjafi á efsta stigi, 100% staða (afleysing).
Við leitum að metnaðarfullum einstaklingum með mikla hæfni í mannlegum samskiptum, góða skipulagshæfileika, góða íslenskukunnáttu og brennandi áhuga á grunnskólastarfi. Reynsla af teymisvinnu er mikilvægur eiginleiki. Umsækjendur þurfa að hafa réttindi sem hæfa þeim stöðum sem auglýstar eru.
Á skólaárinu 2022-2023 er reiknað með að nemendafjöldi skólans verði um 600 nemendur í 1.-10. bekk og starfsmenn um 100 talsins, sjá www.vallaskoli.is.
Sækja skal um starfið á starfavef Árborgar, starf.arborg.is . Nánari upplýsingar veitir Guðbjartur Ólason skólastjóri – gudbjartur@vallaskoli.is eða í síma 4805800.
Umsóknum fylgi leyfisbréf, yfirlit yfir nám, fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi.
Umsóknarfrestur er til og með 24. apríl 2022. Ráðið verður í starfið frá og með 1. ágúst 2022. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Launakjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.
Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 10 þúsund íbúar, þar af um 2000 börn á leik- og grunnskólaaldri. Í sveitarfélaginu er unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á faglega forystu í anda lærdómssamfélagsins, snemmtæka íhlutun, samstarf skóla og stofnana um umbótastarf og þróun úrræða fyrir börn. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið, fjölskyldusvið og Skólaþjónustu Árborgar má finna á www.arborg.is.