Komdu að vinna með okkur!

 

Komdu að vinna með okkur!

 

Vallaskóli – Sveitarfélaginu Árborg, íþróttakennsla, afleysing

  • Við Vallaskóla er laus tímabundin staða íþróttakennara vegna fæðingarorlofs (starfshlutfall 100%).

Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi með mikla hæfni í mannlegum samskiptum, góða íslenskukunnáttu og brennandi áhuga á grunnskólastarfi. Reynsla af teymisvinnu er mikilvægur eiginleiki.

Í Vallaskóla eru yfir 630 nemendur í 1.-10. bekk og yfir 100 starfsmenn, sjá www.vallaskoli.is.

Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðilum sendist Guðbjarti Ólasyni skólastjóra á netfangið gudbjartur@vallaskoli.is.

Umsóknarfrestur er til 20. janúar 2020. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Launakjör fara eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Í Sveitarfélaginu Árborg búa rúmlega 9 þúsund íbúar, þar af um 2000 börn í fimm leikskólum og þremur grunnskólum. Í sveitarfélaginu er unnið að styrkingu heildstæðrar nærþjónustu við börn, foreldra og skóla. Lögð er áhersla á faglega forystu í anda lærdómssamfélagsins, snemmtæka íhlutun, samstarf skóla og stofnana um umbótastarf og þróun úrræða fyrir börn. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið, fjölskyldusvið og Skólaþjónustu Árborgar má finna á www.arborg.is.