Kennaranemar frá Kanada

Við erum svo heppin að fá til okkar kennaranema alla leið frá Nova Scotia í Kanada. Þeir munu vera í áhorfi og kennslu í 1., 2., og 7. árgangi fram að páskum og ekki er að sjá annað en að fyrstu dagarnir fara vel af stað.
Enginn vafi er á að starfsfólk og nemendur Vallaskóla munu taka vel á móti þeim með hlýju viðmóti og bros á vör.