Í dag og á morgun, 8.-9. desember, er jólaupplestur á vegum 8. bekkinga fyrir nemendur í 1.-2. bekk.Þeir nemendur sem komust áfram í upplestrakeppninni 2016 lesa stutta jólasögu (,,Jólasveinninn minn“) á bókasafninu fyrir nemendur í 1. og 2. bekk. Þau tóku mjög vel í það og ekki annað að sjá að yngri skólafélagar hafi verið ánægðir með lesturinn.


