Það var glatt á hjalla hjá nemendum í 1.-4. bekk mánudaginn 28. nóvember sl. Fóru krakkarnir með kennurum sínum í smá vettvangsferð til að vera viðstödd tendrun ljósanna á jólatrénu á Sigtúni. Þar voru einnig saman komin nemendur úr öðrum grunn- og leikskólum Árborgar og því margt um manninn.
