Í vikunni fengu 1. og 2. bekkur boð í heimsókn á bókasafnið þar sem þau hlustuðu á jólasöguupplestur.
Það er orðið að þeirri ljúfu hefð að fá keppendur sem komust áfram í Stóru upplestrarkeppni 7. bekkjar að lesa fyrir yngri nemendur í desember og voru það þær Bryndís Embla og Jóhanna Naomi sem lásu fyrir nemendur við góðar undirtektir í þetta skipti.