Nemendur í 6. MK hittust fyrir stuttu að kvöldi til í skólanum og áttu saman góða kærleiksstund. Stundin var skipulögð af foreldratenglum þar sem gjafir voru útbúnar handa börnum í Úkraínu í tengslum við verkefnið Jól í skókassa. Krakkarnir, ásamt umsjónarkennara, afhentu svo gjafirnar í Selfosskirkju daginn eftir og var vel tekið á móti þeim. Frábært framtak hjá þeim í 6. MK og til eftirbreytni 🙂