Jarðskjálftahopp

Vinir okkar í FSu buðu nemendum í grunnskólum Árborgar, ásamt fleirum í bæjarfélaginu, til að hefja með sér hreyfingarár verkefnisins ,,Heilsueflandi skóla“ í FSu.

Fólst það í að taka þátt í gjörningi í Bæjargarði Selfoss 12. september, sem snérist um það að framkalla manngerðan jarðskjálfta. Og þar sem hópurinn var það stór, sem allt í einu fór að hoppa af miklum móð fyrir aftan jarðskjálftamiðstöðina, þá mældu mælar jarðskjálftamiðstöðvarinnar skjálfta yfir 1,5 á Richter. Það telst nú bara nokkuð!

Hreyfingarár FSu fer því kröftuglega af stað og við óskum nemendum og starfsmönnum FSu góðs gengis í vetur.