Jafnréttisáætlun Vallaskóla hefur nú verið birt á heimasíðunni og er aðgengileg undir ,,Sýn, stefna og leiðir“. Í jafnréttisáætlun Vallaskóla segir: ,,Skólastarf og samskipti í skólanum skulu einkennast af metnaði, hvatningu og virðingu fyrir manngildi allra. Skólabragur skal einkennast af umhyggju og samvinnu og eiga öll samskipti að stuðla að því að börn læri að bera virðingu fyrir náunganum. Virðing, þekking, lífsgleði eru einkunnarorð skólans.“