Fimmtudaginn 21. janúar næstkomandi kl. 14:30-15:50 verður dr. Sigríður Ólafsdóttir með fyrirlestur í Sunnulækjarskóla í boði skólaþjónustu Árborgar. Þar mun hún kynna doktorsverkefni sitt sem hún varði haustið 2015.
Heitir verkefnisins er:
Þróun orðaforða og lesskilnings íslenskra grunnskólanema sem hafa annað móðurmál en íslensku. Tilgangurinn var meðal annars að fylgjast með þróun íslensks orðaforða og lesskilnings barna sem hafa íslensku sem annað
tungumál frá 4. – 8. bekkjar grunnskóla. Sigríður er stundakennari í Háskóla Íslands og hefur mikið rannsakað tvítyngi hér á landi, hún er meðal annars umsjónarmaður námskeiðsins Tvítyngi og læsi í HÍ. Fyrirlesturinn er opinn öllum kennurum á Suðurlandi og öðrum áhugasömum.
Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt að skrá sig hér.