Unglingadeildin í Vallaskóla tók í dag þátt í Hour of Code (kóðað í klukkustund) sem er alþjóðlegt forritunarverkefni. Þá lögðum við frá okkur öll önnur verkefni og forrituðum saman. Í ár voru efnistökin að forrita danspartý leik en eftir að nemendur kláruðu það prófuðu þau Minecraft, Frozen og Flappy Birds ásamt hugbúnaðinum Swift Playground.


